Þriðju umferð lauk í Dominos deild kvenna í kvöld með þrem leikjum.
Skallagrímur 80-72 Grindavík
Í Borgarnesi vann Skallagrímur góðan sigur á meiðslahrjáðu liði Grindavíkur en Ingunn Embla og Ingibjörg spiluðu ekki og eru frá í nokkurn tíma. Tavelyn Tillmann áttu stórkostlegan leik fyrir Skallagrím með 36 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Skallagrímur hefur því unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í deildinni en Grindavík hefur unnið einn leik.
Njarðvík 86-78 Stjarnan
Njarðvík var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabil en eru heldur betur að láta fyrir sér finna. Þær unnu Stjörnuna í kvöld en Stjarnan hafði ekki tapað leik hingað til. Cameron Tyson-Thomas heldur áfram að eiga svakalega leiki en hún var með þrefalda tvennu 34 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.
Keflavík 73-52 Haukar
Keflavík hafði svo sigur á heimavelli gegn Haukum. Keflavík lék á mörgum ungum leikmönnum sem náðu á endanum í nokkuð öruggan sigur 73-52. Einungis sex leikmenn komust á blað hjá Haukum sem komust aldrei í gang í Sláturhúsinu.
Staða:
1 Stjarnan 3 2 1 225 – 217 4
2 Skallagrímur 3 2 1 228 – 220 4
3 Snæfell 3 2 1 207 – 191 4
4 Njarðvík 3 2 1 222 – 236 4
5 Keflavík 3 2 1 218 – 178 4
6 Grindavík 3 1 2 215 – 232 2
7 Haukar 3 1 2 182 – 211 2
8 Valur 3 0 3 193 – 205 0
Næstu leikir::
19.10. Grindavík-Njarðvík.
19.10. Keflavík-Skallagrímur.
19.10. Stjarnan-Valur.
19.10. Haukar-Snæfell.