spot_img
HomeFréttirWestbrook sendir kaldar kveðjur til Durant

Westbrook sendir kaldar kveðjur til Durant

Kevin Durant mærði nýja leikfélaga sína í Warriors í viðtali nýverið þar sem hann sagði andrúmsloftið á æfingum vera mjög heimilislegt; allir væru að njóta leiksins í sinni hreinustu mynd og allir væru óeigingjarnir. Russell Westbrook var að sjálfsögðu krafinn svara við þessari athugasemd fyrrum Thunder leikmannsins sem skipti um lið í sumar.

 

Ekki stóð á svörunum:

 

"En sætt," sagði Westbrook. "Ég þarf hins vegar að hugsa um hvað er að gerast hérna. Við ætlum að hafa áhyggjur af öllum eigingjörnu gaurunum sem eru hérna. Við þurfum að finna út úr því."

 

Aðspurður hvort hann búist við því að Durant muni taka þessu sem skoti á sjálfan sig sagðist Russ vera slétt sama.

 

"Mig varðar ekkert um það," sagði hann. "Mitt verkefni er að hugsa um það sem gerist hér [í Oklahoma]."

Fréttir
- Auglýsing -