Martin Hermannsson fer vel af stað í Frakklandi en lið hans Charleville-Méziéres vann fyrsta leik tímabilsins í frönsku B-deildinni.
Liðið mætti þá Poiters og unnu Martin og félagar 79-69 eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Martin var með 26 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Því var hann næststigahæstur á eftir Wilbert Brown sem var með 28 stig.
„Þetta er leikmaður sem á framtíðina fyrir sér og er frábær sendingamaður. Hann mun alltaf gera það sem þarf að gera. Hann sýndi að hann getur gert ótrúlega hluti. Þetta verður samt fljótt erfiðara fyrir hann þegar önnur lið munu taka eftir hæfileikum hans.“ sagði þjálfari hans Cédric Heitz á heimasíðu félagsins eftir leik.
Eftir leik leiddi Martin svo Víkingaklapp með stuðningmönnum félagsins sem eru þekktir fyrir að vera líflegir. Karfan.is mun að sjálfsögðu fylgjast með Martin í vetur en hann fer frábærlega af stað.
Víkingaklappið má sjá hér að neðan: