Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.
Áður birt:
Milwaukee Bucks
Heimavöllur: BMO Harris Bradley Center
Þjálfari: Jason Kidd
Helstu komur: Matty Dellavedova, Mirza Teletovic
Helstu brottfarir: OJ Mayo, Jerryd Bayless
Milwaukee Bucks er spáð neðar en þeir ættu að vera, ástæðan fyrir því er sú að stigahæsti leikmaðurinn og besti varnarmaðurinn þeirra frá því í fyrra Khris Middleton er frá í 6 mánuði. Slagorð Bucks er einfalt: Lengd, lengd og meiri lengd. John Henson, Gríska fríkið, Thon Maker og Miles Plumlee eru vel langir og fitta vel inn í leikstíl Jason Kidd, Greg Monroe virðist hins vegar ekki vera í náðinni og mun verða skipt frá liðinu í vetur ef að líkum lætur.
Styrkleikar liðsins eru fjölhæfni leikmanna, gríðarleg íþróttamennska og möguleikinn á því að verða mjög gott varnarlið. En eins og mörg önnur lið á þessum slóðum þá er breiddin lítil, skytturnar ekki nógu hittnar og sóknarleikurinn verður hægur og fyrirsjáanlegur. Bucks menn geta þó glaðst því að þrennukóngurinn Giannis Antetokounmpo verður fyrsti stjörnuleikmaðurinn þeirra síðan Michael Redd var valinn árið 2004.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
PG – Matty Dellavedova
SG – Rashad Vaughn
SF – Giannis Antetokounmpo
PF – Jabari Parker
C – Miles Plumlee
Gamlinginn: Jason Terry(39) er enn í fullu fjöri, en fer varla inn fyrir 3gja stiga línuna lengur.
Fylgstu með: Jabari Parker, mikill skorari og ætti að verða stigahæstir leikmaður liðsins í vetur.
Spá: 33-49 – 12. sæti