spot_img
HomeFréttirChicago Bulls - Tifandi Tímasprengja?

Chicago Bulls – Tifandi Tímasprengja?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

 

 

Chicago Bulls

 

Heimavöllur: United Center

Þjálfari: Fred Hoiberg

 

Helstu komur: Dwyane Wade, Rajon Rondo, Robin Lopez

Helstu brottfarir: Derrick Rose, Joakim Noah, Pau Gasol
 

Chicago Bulls koma inn í þetta tímabil með miklar væntingar. Spáin gerir ekki ráð fyrir því að það rætist, en ef fólk hefur gaman af 80‘s bolta með fáum sem engum þristum þá eru Chicago Bulls liðið fyrir þann áhuga. Það er margt í þessu Bulls liði sem gæti sprungið út og álika margt sem getur klikkað. Ég ætla að skjóta á að Fred Hoiberg verði fyrsti þjálfarinn til þess að taka pokann sinn.

 

Styrkleikar liðsins eru augljósir, Butler, Wade og Rondo eru allt mjög góðir leikmenn, (þó að undirritaður sé ekki Rondo-maður) og þeir tveir síðarnefndu með meistaratitla og mikla reynslu. Veikleikarnir eru líka augljósir, engar skyttur nema Mirotic í byrjunarliðinu, reynslulítill þjálfari sem átti ekki góðu gengi að fagna á síðasta tímabili og svo eru menn eins og Rondo ekki þekktir fyrir mikla dagfarsprýði. Aftur, þetta gæti orðið snilld, en gæti líka hrunið. Ég veðja á hrun og að þessi útgafa af Chicago Bulls komist ekki í úrslitakeppnina.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Rajon Rondo
SG – Dwyane Wade
SF – Jimmy Butler
PF – Nikola Mirotic
C – Robin Lopez

 

Gamlinginn: Dwyane Wade(34) er ennþá frábær leikmaður. Mýkt, mýkt, mýkt.

Fylgstu með: Bobby Portis, leikmaður með attitjúd, einhverja vörn og ágætis skot. Spái því að hann verði kominn í byrjunarliðið áður en langt um líður.

 

Spá: 40-42 – 9. sæti

Fréttir
- Auglýsing -