spot_img
HomeFréttirToronto Raptors - Reiðubúnar risaeðlur?

Toronto Raptors – Reiðubúnar risaeðlur?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

8. sæti – New York Knicks

7. sæti – Washington Wizards

6. sæti – Detroit Pistons

5. sæti – Atlanta Hawks

4. sæti – Indiana Pacers

3. sæti – Boston Celtics

 

 

 

Toronto Raptors

 

Heimavöllur: Air Canada Centre

Þjálfari: Dwane Casey

 

Helstu komur: Jared Sullinger, Jacob Poeltl.

Helstu brottfarir: Bismack Byombo, James Johnson.

 

Ég spái Raptors áfram 2. Sæti í austurdeildinni. Það hefur verið stígandi í Toronto liðinu alveg síðan að Masai Ujiri tók við stjórnartaumunum á skrifstofunni hjá þeim, heyrst hefur að ýmsir forráðamenn NBA liða svari einfaldlega ekki í símann þegar að Ujiri hringir af ótta við að vera plataðir út í einhverja vitleysu.  Toronto menn vona að DeMarre Carroll haldist heill því breidd liðsins er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

 

Þeirra helsti styrkleiki er áfram stöðugleiki og tvíeykið Kyle Lowry og DeMar DeRozan sem voru frábærir í fyrra, þeir bæta ennfremur Jared Sullinger við sterkt byrjunarlið. Helsti veikleiki liðsins er breiddin sem er ekki mikil, brottfall Bismack Byombo mun ekki hjálpa til þar, sérstaklega þar sem Jonas Valanciunas getur duglegur að koma sér í villuvandræði. Sterk byrjunarlið eru fara samt langt í NBA, það mun verða tilfellið hjá Raptors í vetur.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Kyle Lowry
SG – DeMar DeRozan
SF – DeMarre Carroll
PF – Jared Sullinger
C – Jonas Valanciunas

 

Gamlinginn: Kyle Lowry (31) er á einhvern ótrúlegann hátt elstur í liðinu. Frábær leikstjórnandi.

Fylgstu með: Jonas Valanciunas, allskyns hreyfingar á póstinum og andlitsgrettur þegar hann fær ekki boltann. Þarf að hætta að vera efnilegur og verða góður.

 

Spá: 55-27 – 2. Sæti.

Fréttir
- Auglýsing -