spot_img
HomeFréttirCleveland Cavaliers - Meistararnir mættir aftur

Cleveland Cavaliers – Meistararnir mættir aftur

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

8. sæti – New York Knicks

7. sæti – Washington Wizards

6. sæti – Detroit Pistons

5. sæti – Atlanta Hawks

4. sæti – Indiana Pacers

3. sæti – Boston Celtics

2. sæti – Toronto Raptors

 

 

 

Cleveland Cavaliers

 

Heimavöllur: Quicken Loans Arena

Þjálfari: Tyronn Lue

 

Helstu komur: LeBron James samdi aftur, annað skiptir litlu.

Helstu brottfarir: Matthew Dellavedova, Timofey Mozgov.

Það verður ekki tekið af austurdeildinni að hún heldur manni ekki beint á stólbrúninni þegar að kemur að baráttunni um efsta sætið. Cavs verða aftur efstir án mikillar fyrirhafnar. Einfaldlega lang besta lið austurdeildarinnar með langbesta leikmanninn innanborðs. Cavs mæta til leiks fullir sjálfstrausts og það yrði hreinlega slys ef við sjáum þá ekki aftur í úrslitum í vor. Ef þeir eru ekki þar, þá er LeBron meiddur.

 

Styrkleikarnir eru LeBron James og stöðugleiki sem sést í því að nokkurn veginn sama liðið og spilaði til úrslita í vor hefur leik núna. Það þarf ekki að laga það sem er ekki bilað. Veikleikar liðsins eru mjög fáir. Langbesti leikmaður heims, LeBron James getur falið þá alla. 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Kyrie Irving
SG – JR Smith
SF – Lebron James
PF – Kevin Love
C – Tristan Thompson

 

Gamlinginn: Chris Andersen(38), getur hann enn flogið?

Fylgstu með: Kyrie Irving, tekur hann skrefið í átt að stöðugleika og stimplar sig virkilega inn?

 

Spá: 59-23 – 1. sæti.
 

Fréttir
- Auglýsing -