spot_img
HomeFréttirDraumariðill Brynjars Þórs Björnssonar á Eurobasket

Draumariðill Brynjars Þórs Björnssonar á Eurobasket

 

Við höldum áfram þar sem frá var horfið og nú er það Brynjar Þór Björnsson sem setti á blað sinn draumariðil fyrir Eurobasket.  Ótrúlegt en satt að í fyrsta skipti er ekkert skotið á Ægi Þór Steinarsson landsliðsmann sem er svo næstur og svaraði rækilega fyrir sig. 

 

Frakkland
Tékkland
Finnland
Rússland
Þýskaland
Ísland

Frakkland hefur verið gríðarsterkt í gegnum árin – Það væri skemmtilegt tækifæri að fá að spila á móti þeim þar sem þetta eru svakalegir íþróttamenn. Það er erfitt að velja lið úr fyrsta styrkleikaflokki þar sem þau öll henta okkur ekkert alltof vel. Tékkland er með sterka leikmenn eins og Jan Vesely og Satoranski. Við eigum þó góðan séns á móti þeim. Finnland er auðvitað gestgjafinn. Margir frábærir leikmenn og minnir margt á okkur sjálfa. Sterkir karakterar sem mynda sterka liðsheild. Rússarnir eru auðvitað stórþjóð í evrópskum körfubolta – stutt að fara til Finnlands og því væri gaman að vera með þeim í riðli. Mér fannst Þjóðverjarnir brothættir á Eurobasket 2015. Þeir sýndu það með tapi á móti Danmörku í undankeppninni að við ættum að eiga góðan möguleika á móti þeim.
 

Fréttir
- Auglýsing -