Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.
Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina
Áður birt:
Sacramento Kings
Heimavöllur: Golden 1 Stadium.
Þjálfari: Dave Joerger
Helstu komur: Matt Barnes, Arron Afflalo
Helstu brottfarir: Rajon Rondo, Marco Belinelli, Quincy Acy
Nýtt tímabil og nýr sirkus í Sacramento. Ty Lawson og Matt Barnes mættir líka, sennilega til þess að gera þetta enn óútreiknanlegra. Nú er svo komið að tímabilið er ekki einu sinni byrjað og Lawson er búinn að missa af liðsflugvélinni og Darren Collison búinn að fá bann fyrir heimilisofbeldi. Fastir liðir eins og venjulega í höfuðborg Kaliforníuríkis. Glænýr þjálfari í Dave Joerger verður að hafa sig allann við til þess að þessir snillingar haldi sig á mottunni.
Styrkleikar liðsins eru DeMarcus Cousins og möguleiki á ágætis þriggja stiga nýtingu nokkurra leikmanna, eins og Afflalo, Barnes og Omri Casspi. Dave Joerger gerði svo fína hluti með alla leikmenn meidda í fyrra hjá Memphis. Veikleikarnir eru óstöðuleiki lykilmanna, skapið á DeMarcus Cousins og varnarleikur sem oft á tíðum er skelfilegur. Hinn stórfurðulegi Vivek Ranadivé heldur svo um stjórnartaumana, það hjálpar ekki.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
PG – Ty Lawson
SG – Arron Afflalo
SF – Rudy Gay
PF – Kousta Koufos
C – DeMarcus Cousins.
Gamlinginn: Matt Barnes (36) er mættur til liðsins, baráttujaxl sem á í vandræðum með skapið á sér. (einmitt það sem Kings þurfa)
Fylgstu með: DeMarcus Cousins, langbesti leikmaður liðsins og er sennilega besti miðherji NBA deildarinnar.
Spá: 33-49 – 13. sæti.