spot_img
HomeFréttirDraumariðill Ægis Þórs Steinarssonar á Eurobasket

Draumariðill Ægis Þórs Steinarssonar á Eurobasket

 

Það er komið að títtræddum Ægi Þór Steinarssyni landsliðs bakverði okkar að velja sinn draumariðil á komandi Eurobasket 2017 í Helsinki. Ægir lá undir háðskotum frá sínum heldri mönnum í landsliðinu (Loga og Hlyn) og fékk hann nú uppreisn æru sinnar og skaut léttilega tilbaka.  

Ísland
Ítalía
Finnland
Þýskaland
Ungverjaland
Frakkland

Það verður seint sagt að einhver riðill á eurobasket verði auðveldur og að mæta "lakari" þjóðum sé einhver miði að góðum úrslitum. Ég held að viljum fá Ítalíu aftur og fá að bæta upp fyrir tapið á móti þeim á síðasta móti. Stemningin í Finnlandi verður rosaleg og að sigra Finna þar verður mjög erfitt. Mér finnst við eiga góðan séns á móti Þjóðverjum og Ungverjum sem er ótrúlegt að segja þrátt fyrir mikil gæði í þeirra herbúðum. Margir leikir á stuttum tíma getur verið jákvætt til að ná góðum úrslitum þegar álagið er mikið. No comment á Frakka. Ísland Frakkland Ítalía Finnland Ungverjaland Þýskaland

 

Mér sýnist Hlynur og Logi vera að ríða á vaðið með sína fyrstu brandara. Ég man eftir mínum fyrsta brandara og ætli hann hafi ekki verið svipaður og þessi. Ef þessir tveir gamlingjar þykjast vita eitthvað um körfubolta þá ættu þeir að vita að Spanoulis er "retired" með landsliðinu og spilar því ekki á næsta Eurobasket. Adios

Fréttir
- Auglýsing -