spot_img
HomeFréttirHouston Rockets - Sjö sekúndna snilld?

Houston Rockets – Sjö sekúndna snilld?

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

11. sæti – New Orleans Pelicans

10. sæti – Minnesota Timberwolves

9. sæti – Dallas Mavericks

 

 

 

 

Houston Rockets

 

Heimavöllur: Toyota Center

Þjálfari: Mike D‘Antoni

 

Helstu komur: Eric Gordon, Ryan Anderson, Nené.
Helstu brottfarir: Dwight Howard, Terrence Jones, Josh Smith.

 

Þetta var heldur betur viðburðaríkt sumar hjá liði Houston Rockets. Liðið losaði sig við við klefakrabbameinið Dwight Howard, réðu sóknaraséníið Mike D‘Antoni og sömdu við meiðslapésana Eric Gordon, Nené og Ryan Anderson. Öll velgengni liðsins mun samt sitja á herðum stórstjörnunnar James Harden, sem var umsvifalaust titlaður leikstjórnandi af nýja þjálfaranum. Sem er kannski eins gott, hinn leikstjórnandi liðsins, Patrick Beverley er meiddur og missir af fyrstu 20 leikjunum hið minnsta.

 

Styrkleikar liðsins eru þeir að liðið er fullt af skyttum og íþróttamönnum. James Harden er sóknarvél sem getur brotið niður hvaða vörn sem er og með alla þessa skotmenn í kringum sig er ekki ólíklegt að sóknarleikur liðsins verði ógurlegur. Veikleikar liðsins felast mikið til í því að bæði áðurnefnd stórstjarna, sem og nýji þjálfarinn virðast hafa það sameiginlegt að eiga inni óuppgerðar sakir við varnarhelming vallarins. Einnig versnaði breiddin í sumar og nýju leikmennirnir eru meiðslagjarnir.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – James Harden
SG – Eric Gordon
SF – Trevor Ariza
PF – Ryan Anderson
C – Clint Capela

 

Gamlinginn: Pablo Prigioni (39) er að detta í fertugt, en er lunkinn. Stal til að mynda 8 boltum í einum leik í fyrra.
Fylgstu með: Ryan Anderson, fylgstu með áður en hann meiðist. Frábær skotmaður.

 

Spá: 43 – 39 – 8. Sæti 

Fréttir
- Auglýsing -