NBA Podcast Karfan.is – Spá fyrir Vesturströndina – Menn nenna ekki að eyða tíma í að ræða lið Golden State Warriors, sem og algjörlega missa þeir sig yfir möguleikum Utah Jazz í vetur.
NBA Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans.
Podcast Karfan.is er hér komið með nýja útgáfu af þætti sínum, en fyrir eru þeir með vikulegan þátt um Dominos deildir karla og kvenna á Íslandi. Í þessari nýju útgáfu er farið yfir NBA deildina og allt sem henni fylgir.
Í þessum öðrum þætti er farið yfir Vegas yfir/undir línurnar á deild vesturstrandarinnar fyrir komandi tímabil áður en svo er farið yfir spurningar sem brenna á fólki þessa dagana, s.s. hver verði valinn verðmætasti leikmaðurinn, hver verði nýliði ársins, hverjir verði skemmtilegir í beinni útsendingu í vetur og fleira.
Umsjónarmenn eru Ólafur Þór Jónsson, Davíð Eldur Baldursson og Sigurður Orri Kristjánsson.
Hérna er þáttur Domonos deildar Podcast Karfan.is
Hérna er þáttur um Austurströnd NBA deildarinnar
Dagskrá:
01:25 – Los Angeles Lakers
05:30 – Phoenix Suns
8:40 – Sacramento Kings
12:30 – Denver Nuggets
15:10 – New Orleans Pelicans
18:00 – Minnesota Timberwolves
23:00 – Dallas Mavericks
25:50 – Houston Rockets
30:55 – Oklahoma City Thunder
34:45 – Portland Trail Blazers
39:10 – Memphis Grizzlie
42:25 – Utah Jazz
45:10 – San Antonio Spurs
49:40 – Los Angeles Clippers
53:20 – Golden State Warriors