Kvennalið Skallagríms er sputníklið Domino's deildar kvenna og er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir þar fremst í flokki. Hún gerði sér lítið fyrir og setti upp myndarlega þrennu í sigurleik Skallagríms á Val í gærkvöld. 18 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar var niðurstaðan hjá Sigrúnu. Fylgist með henni í vetur því það gætu fleiri þrennur komið þaðan í vetur.
Domino's deild kvenna:
12/10/2016 – Carmen Tyson-Thomas, Njarðvík – 37 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
02/11/2016 – Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur – 18 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
1. deild karla:
10/10/2016 – Aaron Moss, Höttur – 18 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
20/10/2016 – Aaron Moss, Höttur – 23 stig, 16 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
28/10/2016 – Tyrone Garland, Breiðablik – 37 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
29/10/2016 – Aaron Moss, Höttur – 23 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar – Sigur
Þrennukóngar og -drottningar ársins:
Aaron Moss, Höttur: 3
Tyrone Garland, Breiðablik: 1
Carmen Tyson-Thomas, Njarðvík: 1
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur: 1