spot_img
HomeFréttirCarmen mun sækja um ríkisborgararétt

Carmen mun sækja um ríkisborgararétt

 

Carmen Tyson Thomas sem hefur farið mikin með liði Njarðvíkur í vetur mun koma til með að sækjast eftir íslensku ríkisborgararétt þegar tíminn kemur. "Ég í raun tel niður dagana þangað til ég get sótt um." sagði Carmen í viðtali við Karfan.is  "Ég hef 100% áhuga á því að sækja um og hef heyrt að það sé möguleiki á næsta ári. Það væri þá heiður í kjölfarið ef ég yrði þá valin að spila með íslenska landsliðinu. Spila með öllum þeim bestu á landinu í einu liði færi draumur fyrir mig og að spila fyrir landið sem ég elska." bætti Carmen við. 

 

Carmen sem fyrr segir verið máttarstólpi í liði Njarðvíkur í vetur en hefur verið meidd í síðustu leikjum. "Ég kom hinað í nóvember 2014 þannig að þriðja ár mitt er byrjað hér á landinu. Það yrði vissulega draumur ef þetta yrði að veruleika." sagði Carmen einnig. 

 

Í Podcast þætti Karfan.is þar sem rætt var við Helenu Sverrisdóttir sagði Helena einmitt að henni hlakkaði til þess að spila við hlið Carmen í landsliðinu ef sú staða kæmi upp. 

Fréttir
- Auglýsing -