Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden eru úr leik í úrslitakeppni hollenska hluta BNXT deildarinnar eftir framlengt 98-94 tap fyrir ZZ Leiden í þriðja leik liðanna í undanúrslitum. Leiden unnu seríuna því 3-0 og munu leika til úrslita um hollenska titilinn á meðan að Aris mætir Spirou næst í sameiginlegri úrslitakeppni hollenska og belgíska hlutans.
Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 11 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.