spot_img
HomeFréttirArnar: Vantar mann til að brjóta niður varnir

Arnar: Vantar mann til að brjóta niður varnir

 

Arnar Guðjónsson þjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku hefur staðfest það að Stefan Bonnaeu hefur skrifað undir samning við liðið. "Hann gerir við okkur samning út tímabilið. Mér finnst okkur vantar mann til að brjóta niður varnir á hálfum velli úr 1:1. Einnig fannst okkur vantar bakvörð með hraða." sagði Arnar í samtali við Karfan.is nú rétt áðan. 

 

Stefan var atvinnulaus í c.a. 12 klukkustundir eða svo þannig að Arnar hefur verið fljótur til að næla í Bonneau. "Þetta var kannski ekki nein sérstakur aðdragandi að þessu. Ég sá bara að hann hafði ekki fengið framlengingu hjá Njarðvík þannig að ég hafði samband við hann og í kjölfarið fékk tengingu við umboðsmann hans."

 

Bonneau er að koma tilbaka eftir meiðsli og hefur endurhæfing hans gengið vel. "Hann virðist vera í fínu standi af því sem ég hef séð. Við erum með góða 10 manna hóp þannig að hann fær tíma til að ná sér 100% hann þarf ekki að spila 35+ mín. Þannig að við þurfum ekki að gera útaf við hann." sagði Arnar að lokum. 

Fréttir
- Auglýsing -