Martin Hermannsson og Valencia lutu í lægra haldi gegn Real Madrid í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 68-79.
Á tæpri 21 mínútu spilaðri skilaði Martin stigi, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.
Þrátt fyrir tapið er Valencia enn í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar, sigurleik fyrir ofan Murcia sem eru í 9. sætinu þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni.