Njarðvíkingar ákváðu í dag að allur ágóði leiksins í dag í Ljónagryfjunni gegn Þór Þorlákshöfn myndi renna til góðgerðamála. Unicef (Börn í Sýrlandi) og Fjölskylduhjálp munu deila ágóðanum á milli sín og hefur þetta málefni vakið verðskuldaða athygli. Leikmenn, þjálfarar og dómarar leiksins voru nú rétt í þessu að ganga frá greiðslu inná leikinn sem þeir sjálfir spila. Frábært framtak hjá þeim Njarðvíkingum.