Eins og flestir lesendur vita þá sótti Einar Árni Jóhannsson tvö stig til uppeldisfélags síns í gærkvöldi þegar Þór Þorlákshöfn sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni. Ætti kannski ekki að koma mörgum á óvart þar sem Einar hefur ekki enn beðið lægri hlut sem þjálfari Þórsara gegn Njarðvík. Það sem hinsvegar færri vita að Einar Árni stundar reglulega líkamsrækt í Metabolic sem er æfingarkerfi hannað af Helga Jónas Guðfinnssyni fyrrum landsliðsmanni og þjálfara. Þar starfar einmitt sem þjálfari, Daníel Guðni Guðmundsson aðal þjálfari Njarðvíkinga.
Daníel stóðst ekki mátið og lét "nemanda"sinn Einar Árna finna vel til tevatnsins í dag og þurfti Einar að taka "extra erfiðan finisher" eins og orðað er í status á facebook síðu Metabolic. Einar sést hér á myndinni að ofan með Rangari Halldóri Ragnarssyni fyrrum skyttu Njarðvíkinga taka á því. Einar svaraði þessari færslu því hljóðandi að þetta hafi verið hressandi og þakkaði fyrir sig.