spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSannfærandi Valssigur í Síkinu

Sannfærandi Valssigur í Síkinu

Í kvöld fór fram annar leikur um Íslandsmeistartitilinn 2023. Eins og flestum er kunnugt vann Tindastóll fyrsta leikinn í Origo höllinni og þar með komnir 1-0 yfir í þessari seríu. Það má segja að það sé algjör þjóðhátíðarstemming hér á króknum og var húsið orðið kjaftfullt einum og hálfum tíma fyrir leik algjör sturlun. Þessi lið mættust einnig í úrslitum í fyrra og fór sú sería í oddaleik þar sem Valur hafði betur og tóku þar með titilinn.

Leikurinn fór vel af stað og má segja að Valsarar komu vel tengdir inn í þennan leik og settu niður fyrstu þrjú þriggjastigaskotin sín. Stólarnir svöruðu og eftir fjórar mínútur á leiknum var staðan 10 – 15 Val í vil. Hittninn hélt áfram Valsmeginn í fyrsta leikhluta og Stólarnir að elta og staðan 23 – 30 þegar fyrstileikhluti kláraðist, Kristófer Acox stigahæstur með 10 stig í þeim leikhluta.

Í öðrum leikhluta fóru Stólarnir að rétta betur á kútnum og fóru að hitta betur en Valsararnir áttu alltaf svör við áhlaupum Tindastóls og komust mest í tólf stiga forrystu 38 -50 þegar tvær mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Tindastóll svaraði því með tveimur þristum og minnkuðu muninn í sex stig en hálfleikstölur voru 47- 55 Val í vil. Kristófer Acox með 15 stig og Kári Jónsson með 14 stig og leiða vagninn hjá Val. Hjá Tindastól er Sigtryggur Arnar með 14 stig og Keyshawn Woods með 12 stig. Skotnýtingin mun betri Valsmeginn í hálfleik en þeir voru með 50 prósent skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna meðan Tindastóll voru í 40 prósentunni.

Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og Finnur eflaust vildi og eftir eina og hálfa mínútu var munurinn kominn í 15 stig og Stólarnir tóku leikhlé til að stoppa blæðinguna en það entist bara í eina sókn og þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta þá var staðan orðinn 56 – 74 fyrir Val. Eftir þrjá leikhluta var staðan 62 – 78 Val í vil.

Fjórði leikhluti fór vel af stað fyrir Tindastól og náðu þeir að minnka muninn í 12 stig 67 -79 en þegar ein og hálf mínúta er liðinn af fjórða fær Keyshawn Woods sína 5 villu og þar með lokið leik. Næstu þrjár mínútur eru í eigu Pétur Rúnars en hann gerði sér lítið fyrir og kom liðinu sínu aftur inn í leikinn með þremur þristum og einu sniðskoti og þar með staðan 78 -83. Eftir það rifu Valsarar sig aftur upp og komu þessu aftur upp í 13 stig mun lokatölur hér í Síkinu 87 – 100 fyrir Val.

Sá sem stóðu mest uppúr í þessum leik er Kristófer Acox sem endaði með 22 stig og 11 fráköst og Pétur Rúnar Birgisson sem endaði leikinn með 29 stig og var í rauninni lykilinn að halda Stólunum inn í leiknum í fjórða leikhluta.

Staðan er 1-1 í þessari úrslitaeinvígi og það sem gerir þetta skemmtilegt að bæði lið eru búinn að vinna sína leiki á útivelli. Næsti leikur verður á föstudaginn í Origo höllinni og þá mun veislan halda áfram.

Tölfræði leiks

https://www.karfan.is/2023/05/thetta-er-bara-einn-leikur-i-langri-seriu/
https://www.karfan.is/2023/05/treysti-theim-fullkomlega-til-ad-gera-thad-sem-their-eru-bunir-ad-gera-i-allan-vetur-og-thad-er-ad-spila-saman/
https://www.karfan.is/2023/05/virkilega-sterkt-ad-koma-herna-a-orugglega-einn-erfidasta-utivoll-a-landinu-og-jafna-seriuna/
https://www.karfan.is/2023/05/vid-attum-skilid-ad-tapa-thessum-leik/
https://www.karfan.is/2023/05/forum-i-origo-hollina-til-thess-ad-vinna-logum-thad-sem-tharf-ad-laga/

Umfjöllun, viðtöl / Eysteinn Ívar Guðbrandsson

Fréttir
- Auglýsing -