spot_img
HomeFréttirAuðveldur sigur Keflavík gegn Njarðvík

Auðveldur sigur Keflavík gegn Njarðvík

 

Keflavík vann nokkuð öruggan og þægilegan sigur á Njarðvík í kvöld þegar liðin mættust í Dominosdeild kvenna.  84:55 varð loka niðurstaða kvöldsins og sigurinn verðskuldaður hjá Keflavík gegn frekar döpru liði Njarðvíkur í þetta skiptið. 

Lykillinn

Keflavík voru kannski ekkert að sýna sinn allra besta leik í kvöld en þrátt fyrir það var sigurinn þægilegur.  Njarðvík einfaldlega höfðu litla sem enga trú á verkefninu og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Njarðvíkurstúlkur voru ragar í sínum sóknarleik og sú barátta og þor sem einkennt hefur liðið í sigurleikjum þess var fjarri. 

 

Hetjan

Það er kannski erfitt að taka út einn leikmann hjá sigurliði Keflavíkur þar sem þessi sigur skrifast á liðsheildina alla.  En stigahæst að þessu sinni var Birna Benónýsdóttir með 20 stig. Þessi 16 vetra stúlka er að sýna fádæma flotta takta á sínu fyrsta ári í deild þeirra bestu og sú umræða um að stúlkan eigi eftir að ná langt á vissulega rétt á sér.  Án þess að setja of mikla pressu á hana þá getur hún verið stór hluti að framtíðinni í íslenska boltanum og jafnvel víðar.

 

Tölfræðin

Heil 36 sóknarfráköst eru tekin í leiknum sem er nokkuð fróðlegt.  Keflavík tóku 20 gegn 16 frá Njarðvík.  En rétt rúmlega 20% nýting Njarðvíkur í öllum skotum sínum segir sögu leiksins að miklu leyti. 19 tapaðir bolta hjálpa svo lítið til

 

Framhaldið

Keflavík gerði það sem þurfti til að sigra og allir leikmenn lögðu vel í púkkið og gerðu sig tilbúnari í komandi viðureignir liðsins.  Keflavíkurliðið er ungt og á margt eftir ólært en þrátt fyrir það eru þær langt komnar og geta svo sannarlega tekið þátt í að landa þeim stóra í lok móts.  Njarðvíkurliðið virðist ætla að sigla lignan sjó eftir nokkuð sterka byrjun á mótinu.  Líkt og þær spiluðu í kvöld eiga þær enga möguleika á að ná úrslitakeppnissæti og þvert á móti gætu þær vissulega verið á leiðinni í ákkúrat öfuga átt. En þær hafa sýnt það í vetur að liðið hefur hjarta og barátta þess skilar því langar leiðir gegn stærri spámönnum. 

Fréttir
- Auglýsing -