Það er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Eftir æsispennandi undanúrslitaleiki er ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleikjum Maltbikarsins sem fram fara í dag. Laugardalshöllin er klár fyrir stærstu einstöku leiki ársins á körfuboltatímabilinu og framundan er klár veisla.
Í Maltbikar kvenna mætast lið Skallagríms og Keflavíkur kl 13:30 í úrslitaleiknum. Skallagrímur sló úr Snæfell og KR í keppninni og er í fyrsta skipti í sögu félagsins í bikarúrslitum. Félagið er nýliðar í efstu deild og sitja í efsta sæti deildarinnar, það væri því ansi stór dagur á morgun ef félagið næði að landa bikarnum. Ungt lið Keflavíkur hefur komið á óvart í vetur en sýnt það að liðið býr yfir gríðarlegum gæðum og breidd. Liðin hafa mæst þrisvar áður á tímabilinu og hefur Keflavík unnið tvo af þeim.
Annað árið í röð eru það svo Þór Þ og KR sem berjast um bikarmeistaratitilinn í úrslitaleiknum. KR vann Val í undanúrslitum eftir ósannfærandi frammistöðu en Brynjar Þór Björnsson var ekki með í þeim leik. Hann hinsvegar verður með í dag og munar heldur betur um minna fyrir íslands- og bikarmeistarana sem ætla sér ekkert annað en að halda bikarnum fallega í vesturbænum. Þór Þ er í annað skipti í sögunni í bikarúrslitum og það annað árið í röð. Þórsarar áttu fá svör við frammistöðu KR á síðasta ári enn eru nú reynslunni ríkari og gætu vel gert KRingum erfitt fyrir.
Báðum úrslitaleikjunum verður gert skil hér á Karfan.is og Snapchatinu. Auk þess eru allir leikir í beinni útsendingu á RÚV.