spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistar Vals jöfnuðu leika og fá oddaleik komandi þriðjudag

Íslandsmeistar Vals jöfnuðu leika og fá oddaleik komandi þriðjudag

Íslandsmeistarar Vals lögðu Þór í Þorlákshöfn í kvöld í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna, 94-103. Oddaleik þarf því að skera úr um hvort liðið mætir Tindastól í úrslitum, en hann fer fram komandi þriðjudag 2. maí í Origo Höllinni.

Fyrir leik

Valur vann síðasta leik gegn vængbrotnu liði Þórs, og unnu sér inn líflínu í seríunni. Þór mætti án leikstjórnanda síns Vincent Malik og misstu síðan fljótlega út Jordan Sample sem fór úr axlarlið.. Bæði vantaði þeim stjórnenda og frákastara. En Valur vann frákastabaráttuna 56- 38 sem dæmi. Valsmenn náðu að vinna upp sjálfstraust í leiknum því þeir fengu varla að anda í fyrstu tveim leikjunum útaf varnarleik Þórs. Þeir fóru að hitta betur  fyrir utan línuna þar sem þeir hittu 15% í leiknum á undan. En Þór spilaði langa kafla með sína helstu hesta á bekknum.

Það er því lítið um síðasta leik að segja en að það eru mínútur sem við sem horfðum, fáum ekki aftur. En jafnt er í báðum liðum í kvöld og stuðningsmenn beggja liða eru vel mættir og verður þetta allt annar leikur.

Byrjunarlið

Þór: Vincent, Fotis, Davíð, Styrmir, Emil.

Valur: Kári, Hjálmar, Pablo, Kristófer, Callum

Fyrri hálfleikur

Þór á fyrsta höggið og skora þrjár þriggja stiga í röð á Val sem hitta ekki úr fyrstu skotum sínum í leiknum. Og leikhlé Valur Þórsarar mæta miklu betur gíraðir í þennan leik pressa vel á Valsara sem reyna að fá stig inní teig sem gengur ekki vel. Þór er með 10 stiga forskot lungan úr leikhlutanum  þar til Valsmenn fara að spila þéttari vörn og leikhlutinn endar 27-22.

Valur er búið að jafna leikinn 27-27 eftir eina og hálfa mínútu. Vel gert eftir rosalega byrjun heimamanna. Þegar 7 mínútur lifa af öðrum leikhluta eru Valsmenn komnir yfir 32-34 og stemningin er með þeim.Callum Lawson og Pablo að draga Valsmenn áfram með góðu framlagi. Flæðið í leik Þórs er farið í sóknarleiknum og gengur dreglega hjá þeim að skora. Allt í einu er Valur komið  tíu stigum yfir 39-49 þegar Lárus tekur leikhlé og tæpar þrjár mínútur eftir af fyrri hálfleik. Það er eins og Þór se´búið að missa msmá trúnna eftir þessa endurkomu Vals.Emil er komin með 2 villur og Davíð 3 og eru þvíkomnir á bekkin en þeir eru hjartað í þessu Þórs liði. Fyrri hálfkleikur endar Þór 42-59 Valur. Valur vann leikhlutann með 22 stigum 15-37.

Athygli vekur að framlag af bekk í stigaskori er töluvert meira hjá Val eða 19 stig á móti 2 hjá Þór. Í báðum leikjunum sem Þór hefur unnið hafa þeir verið að fá mun meira framlag af bekknum en Valur. Auk þess sem Valsmenn vinna frákstabaráttuna 27- 8

Atkvæðamestir í hálfleik

Þór: Styrmir 13 stig  Vincent 11

Valur: Callum 14stig . Pablo 11

Seinni hálfleikur

Valur heldur uppteknum hætti og með töffara eins og Callum í liðinu sem setur skotin sín ná Þórsarar lítið að minnka munnin. Davíð Arnar og Styrmir gefa þór smá líflínu en Valsmenn svara alltaf. Þór vinnur þriðja leikhlutan en munurinn samt 14 stig fyrir lokaleikhlutann.

Með mikilli baráttu ná þórsarar þessu niður í 8 stig. Kári og Kristófer eru komnir í sinn leik þar sem Kári er með boltan og Kristó hleypur inn miðjuna og skorar. Styrmir er mikla baráttu og ætlar að klára þetta og setur hvert skotið af öðru. Valsmenn kunna þetta og halda þetta út  og vinna. Þór 94-103 Valur

Atkvæðamestir

Þór: Styrmir 32 stig. 6 fráköst  og 38 í framlag. Vincent 21 stig 9 stoðsendingar

Valur: Callum Lawson maður leiksins 22 stig sem voru öll stór. Pablo 18 stig. 10 fráköst

Kristófer var framlagshæstur Vals eða með 27 í framlag og 18 fráköst.

Kjarninn

Eftir þennan leik eru nokkrar spurningar eins og afhverju setja Þórsarar boltapressu og mann á eina mann Vals sem getur ekki skotið boltanum fyrir utan. Valsmenn leiddu Þór þangað sem þeir vildu fá þá. Að drippla boltanum inní teiginn þar sem þeir reyna að losa boltan úr vonlausri stöðu.

Þórsarar voru nálægt því búnir að vinna þrjá af fjórum leikhlutum en þessi annar leikhluti var þeim dýrkeyptur. En þeir komu til baka og þessvegna eigum við eftir að sjá svakalegan leik á þriðjudaginn í Valsheimilinu því Valsmenn eru komnir í ham og af augnaráði Þórsara og þar aðallega Strymirs Snæs verður allt skilið eftir á gólfinu í þeim leik.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

https://www.karfan.is/2023/04/larus-segir-jordan-semple-hafa-verid-beittur-ofbeldi-i-sidasta-leik-gegn-val-sa-adili-komst-bara-upp-med-thad/
https://www.karfan.is/2023/04/kristofer-vonar-ad-jordan-nai-ser-sem-fyrst-og-verdi-maettur-i-oddaleikinn-thad-er-verid-ad-asaka-mig-um-eitthvad-sem-eg-stend-ekki-fyrir/
https://www.karfan.is/2023/04/their-toku-bara-oll-frakost-hvert-eitt-og-einasta/
https://www.karfan.is/2023/04/ef-baldur-bongo-maetir-tha-gerist-eitthvad/
https://www.karfan.is/2023/04/mer-fannst-vid-virkilega-flottir-i-dag/
Fréttir
- Auglýsing -