Fyrrum handknattleiks leikmaður Hauka, Freyr Brynjarsson hefur líkt og margir aðrir íslendingar fundið sér búning í tilefni öskudagsins í dag. Oftar en ekki sér maður þessa hefðbundnu búninga eins og superman, spiderman og Batman. En svo eru auðvitað til þeir sem eru frumlegir og skarta búning sem eru einstakir.
Freyr Brynjarsson má setja í flokk þeirra sem nýtir sér það síðast nefnda en eins og sjá má á myndinni hér með fréttinni er Freyr í Haukatreyju með skíðabúnað tilbúin til notkunar. Má gera þar ráð fyrir að með þessum búningi ætli Freyr sér að vera Ívar Ásgrímsson í dag. Eins og kannski flestir vita hefur skíðaferð Ívars verið milli tannana á fólki síðustu daga og líkt og Ívar segir í stöðufærslu á Facebook síðu sinni þá er þetta að verða ein frægasta skíðaferð sem um getur síðustu ár. Ívar hélt utan á laugardag í skíðaferðina.