Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans.
Þegar eingöngu þrjár umferðir eru eftir í Dominos deild karla er nánast ekkert skýrt nema að Snæfell er fallið. Liðið þráir samt enn sigur svo öll lið deildarinnar eru að keppast að einhverju. Njarðvík getur misst af úrslitakeppni í fyrsta skipti í fjölda mörg ár og ÍR komist þangað eftir fimm ár án hennar.
Línurnar eru aðeins skýrari í Dominos deild kvenna en þrjú lið berjast enn um deildarmeistaratitilinn. Grindavík er í slæmri stöðu og í fallsæti. Óvíst er hvort liðið muni falla en staðan á deildunum er óljós og líkur á fjölgun í deild þeirra bestu.
Gestur þáttarins er Sveinbjörn Skúlason sem leikið hefur bókstaflega með liðum um allt land. Hann er eigandi veðmálasíðu í fylgist því vel með körfuboltanum í dag.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur.
Efnisyfirlit:
1:00 – Ferill Sveinbjarnar
17:00 – Hvaða lið mun falla úr Dominos deild karla?
36:45 – Spurningakönnun vikunnar
1.08:00 – Að veðja á íslenskan körfubolta
1.18:00 – Spá fyrir næstu umferð í Dominos deild kvenna
1.22:00 – Spá fyrir næstu umferð í Dominos deild karla
Hérna er þáttur #1 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild karla með Jóni Birni Ólafssyni
Hérna er þáttur #2 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild kvenna með Bryndísi Gunnlaugsdóttur
Hérna er þáttur #3 – Farið yfir fyrstu umferðirnar í Dominos deildunum með Herði Tulinius
Hérna er þáttur #4 – Farið yfir umferðir í Dominos deildunum með Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur
Hérna er þáttur #5 – Farið yfir byrjunina í Dominos deildunum með Herði Unnsteinssyni
Hérna er þáttur #6 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum og spjallað við Magnús Þór Gunnarsson
Hérna er þáttur #7 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum með Elínu Láru Reynisdóttur
Hérna er þáttur #8 – Farið yfir landsleiki, Dominos deildirnar og spjallað við Helenu Sverrisdóttur
Hérna er þáttur #9 – Farið yfir landsleiki, Dominos og 1. deildirnar með Birni Steinari Brynjólfssyni
Hérna er þáttur #10 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Ágústi Björgvinssyni
Hérna er þáttur #11 – Farið yfir Dominos deildirnar með Skúla B. Sigurðarsyni
Hérna er þáttur #12 – Farið yfir Dominos deildirnar og spjallað við þjálfara Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson
Hérna er þáttur #13 – Farið yfir stöðuna yfir hátíðirnar með Sigurði Orra Kristjánssyni
Hérna er þáttur #14 – Sverrir Þór í ítarlegu spjalli um deildirnar, leikmannaferilinn og þjálfun
Hérna er þáttur #15 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Andra Þór Kristinssyni.
Hérna er þáttur #16 – Farið yfir stöðuna í deildunum, bikarinn og fleira með Bryndísi Gunnlaugsdóttur
Hérna er þáttur #17 – Farið yfir ferilinn og stöðu deildanna í dag með Birnu Valgarsdóttur
Hérna er þáttur #18 – Farið yfir stöðuna í 1. og Dominos deildunum með Viðari Erni Hafsteinssyni
Hérna er þáttur #19 – Farið yfir Eurobasket ævintýrið og íslenskan körfubolta með Craig Pedersen
Hérna er þáttur #20 – Craig Pedersen um íslenskan körfubolta og Eurobasket ævintýrin
Hérna er þáttur #21 – Farið yfir stöðuna í deildunum með Heiðrúnu Kristmundsdóttur