Það var heldur átakalítið í dag þegar Keflavík og Valur mættust í Dominosdeild kvenna. Valskonur sigla lignan sjó í deildinni en Keflavík hinsvegar að slást um annað sætið við Skallagrím. Leikurinn var nokkuð jafn allt fram í þriðja fjórðung þegar heimastúlkur í Keflavík í raun stungu af og skoruðu 29 stig gegn 12 stigum gesta sinna. Þennan mun náðu Valskonur aldrei að brúa né ógna öruggum sigri Keflavíkur. Með sigrinum tryggðu Keflavík sér endanlega 2. sæti deildarinnar og mæta Skallagrím í 1. umferð úrslitakeppninar.
Birna Benónýsdóttir átti skínandi góðan leik fyrir Keflavík og skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Hjá Val var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir með 26 stig en aðrar langt frá sínu besta.
Myndasafn á Facebook síðu Karfan.is