Lið: Snæfell
Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 3
Staða eftir deildarkeppni: 1. sæti
Mótherji í undanúrslitum: Stjarnan
Innbyrðisviðureignir gegn Stjörnunni í vetur:
Stjarnan hafði einungis betur í einum leik af fjórum á milli þessara liða í vetur í Dominos deildinni. Það var í annari umferð þann 10. desember og fór leikurinn 60-52. Hina þrjá vann Snæfell og þar af tvo þeirra með í kringum 20 stiga mun. Síðasti leikur liðanna fór fram fyrir stuttu í Stykkishólmi, Snæfell vann þar með þremur stigum í háspennuleik. Einnig mættust liðin í bikarkeppninni þar sem Snæfell vann einnig í átta liða úrslitum.
Hvað þarf Snæfell að gera til að komast í úrslitaeinvígið?
Þær þurfa að spila sinn leik. Stjarnan voru með næst verstu sókn deildarkeppninnar, aðeins Haukar settu færri stig á töfluna en þær í vetur. Snæfell aftur á móti voru með næst bestu vörn deildarkeppninnar á eftir Keflavík. Ef að Snæfell nær að halda Stjörnunni undir eða í 60 stigum í leikjum þessa einvígis, þá vinna þær leikina. Leiddar áfram af hæfileikaríkum/reynslumiklum leikmönnum á borð við Gunnhildi, Berglindi, Aaryn og Bryndísi, ætti það ekki að vera vandamál.
Hvað gæti farið úrskeiðis?
Ef skoðaður er þessi leikur sem að Snæfell tapaði í vetur fyrir Stjörnunni. Þá var bæði Ragna Margrét Brynjarsdóttir (16 stig/14 fráköst) og óskilvirkur sóknarleikur lykilmanna Snæfells banabiti þeirra. Í þeim leik tóku Bryndís, Gunnhildur, Berglind og Aaryn 45 skot, en nýttu aðeins 13 þeirra. Þá töpuðu þær einnig frákastabaráttu leiksins nokkuð örugglega 33-42. Möguleikinn á að Snæfell ráði ekki við Rögnu Margréti er mjög raunverulegur, sé hún heil, standast fáir ef einhverjir leikmenn henni snúninginn þessa dagana.
Lykilleikmaður:
Aaryn Ellenberg Wiley hefur verið frábær fyrir Snæfell á þessu tímabili. Er að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þær tölur getum við næstum gefið okkur að hún skili í þessu einvígi. Hún verður þó að fá einhverja hjálp frá hinum lykilmönnum liðsins til þess að komast í gegnum þetta einvígi.
Fylgist með:
Berglind Gunnarsdóttir er að eiga sitt besta tímabil til þessa. Hefur bætt við sig í flestum tölfræðiþáttum. Er að skila 12 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum að meðaltali í leik og er 10. framlagshæsti íslenski leikmaður þessa tímabils. Áhugavert verður að sjá hvernig hún fylgir þessu frábæra tímabili sínu eftir á stóra sviði úrslitakeppninnar.
Spá hlustenda:
Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis. Einungis 6% þeirra sem tóku þátt spáðu Stjörnunni sigri í einvíginu og þá í fjórum eða fimm leikjum. Hin 94% spá Snæfell sigri og þar af 68% í fjórum leikjum. Eingöngu þrjú prósent segja að leikurinn fari í oddaleik og því eingöngu 9% þátttakenda sem spá því að Stjarnan vinni meira enn einn leik.
Leikdagar í undanúrslitum:
Leikur 1 28. mars kl. 19:15 Stykkishólmi – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
Leikur 2 1. apríl kl. 16:30 Ásgarði – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
Leikur 3 5. apríl kl. 19:15 Stykkishólmi – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
Leikur 4 9. apríl kl. 16:30 Ásgarði (ef þarf)
Leikur 5 13. apríl kl. 19:15 Stykkishólmi (ef þarf)
Viðtöl: