Penninn fór á loft á Ásvöllum í dag. Haukar sömdu við Ívar Ásgrímsson um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks karla til eins árs. Haukar sömdu einnig við Vilhjálm Steinarsson um að taka að sér skyldur aðstoðarþjálfara og styrktarþjálfara liðsins. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.
Þar að auki framlengdu þeir Haukur Óskarsson, Hjálmar Stefánsson, Kristján Leifur Sverrisson og Breki Gylfason samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Aðrir leikmenn framlengdu út næstu leiktíð.
Emil Barja og Finnur Atli Magnússon eiga enn eftir eitt ár af samningi sínum við félagið.