spot_img
HomeFréttirTölfræðisamantekt: Snæfell - Stjarnan

Tölfræðisamantekt: Snæfell – Stjarnan

Snæfell sló Stjörnuna úr keppni í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í gær með þriðja sigrinum í jafnmörgum leikjum. Ljóst var fyrir viðureignina að þar yrði við ramman reip að draga fyrir Stjörnuna en raunin varð að Snæfell vann alla leikina með að meðaltali 15 stiga mun.

 

Aaryn Ellenberg skaraði fram úr öllum leikmönnum liðanna beggja með meðaltals Game Score upp á 38. Game Score er mælikvarði á frammistöðu leikmanns í einum leik sem John Hollinger hjá ESPN setti saman en tölugildið 40 er t.d. framúrskarandi spilamennska en 10 á við meðalmanninn.

 

Þarna er einnig reiknað út meðal Player Impact Estimate sem sett var saman af NBA.com en það áætlar áhrif eins leikmanns á árangur liðs í leiknum. Að lokum sjáum við Performance Index Rating sem Euroleague deildin notar til að meta frammistöðu leikmanna. Mjög svipað framlagsstuðlinum sem KKÍ reiknar nema tekur fleira inn í reikninginn.

 

 

Ellenberg ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn eins og sjá má á myndinni en gott framlag kom einnig frá Bryndísi Guðmundsdóttur og Gunnhildi og Berglindi Gunnarsdætrum.

 

Hjá Stjörnunni var þátttakan eitthvað dreifðari en markverðast er framlag Bríetar Hinriksdóttur í seríunni með næsthæsta PIE í liðinu.

 

 

Skilvirkni Snæfells er til fyrirmyndar í seríunni með tæplega 1,1 stig í hverri sókn og nýta yfir helming sókna sinna til að skora stig.

 

Fréttir
- Auglýsing -