spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHalldór: Gætum ekki gert þetta án þessara stuðningsmanna

Halldór: Gætum ekki gert þetta án þessara stuðningsmanna

Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deildinni á komandi tímabili með sigri gegn Skallagrím í oddaleik úrslitakeppni fyrstu deildarinnar, 93-81.

Hamar mun því fylgja Álftanesi upp í deild þeirra bestu, en Álftnesingar höfðu tryggt sig upp með því að sigra deildarkeppni fyrstu deildarinnar.

Um er að ræða tvö bestu lið tímabilsins í fyrstu deild karla ef mið er tekið af stöðunni í deild, þar sem bæði lið enduðu með 44 stig, en Álftanes í efsta sætinu vegna innbyrðisstöðu gegn Hamri.

Atkvæðamestur fyrir Hamar í leiknum var Brendan Paul Howard með 23 stig og 14 fráköst á meðan að Björgvin Hafþór Ríkharðsson dró vagninn fyrir Skallagrím með 25 stigum, 12 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Karfan ræddi við Halldór Karl Þórsson þjálfara Hamars eftir leikinn og má finna viðtal í heild sinni hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -