spot_img
HomeFréttirHannes: Alveg ágætis dráttur

Hannes: Alveg ágætis dráttur

"Þetta var alveg ágætis dráttur, að sjálfsögðu vissum við alltaf fyrirfram að við fengjum erfiðan riðil sama hvaða þjóðir væru þar. Þegar við vorum búin að sjá tvö liðin i öllum þeim riðlum sem við áttum möguleika á því að lenda á móti var má segja að þetta hafi verið sá riðill sem við óskuðum okkur og þvi má segja að við höfum fengið ósk okkar uppfyllta að einhverju leyti." sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ í samtali við Karfan.is frá Kína en eins og flestum er kunnugt þá drógust Ísland í riðli með Finnum og Tékkum í forkeppni fyrir næstkomandi heimsmeistaramót í körfuknattleik.

 

"Við sátum með vinum okkar frá Finnlandi á drættinum og það var mikil ánægja hjá okkur þegar ljóst var að við yrðum saman í riðli. Svo eigum við eftir að sjá hver fjórða þjóðin verður en hún verður sterk einnig. Þessi riðlakeppni er okkur afar mikilvæg og enn mikilvægara að ná að vera i þremur efstu sætum hans eftir fyrr hlutann sem endar 2.júlí 2018 og i september þá um haustið hefst seinni hlutinn. En fyrst er það EuroBasket og svo er það HM." sagði Hannes að lokum. 

Fréttir
- Auglýsing -