Tímabilunum í Dominos deildum karla og kvenna lauk á dögunum. Það voru KR og Keflavík sem stóðu uppi sem Íslandsmeistarar eftir frábær tímabil í báðum deildum.
Á dögunum voru veittar viðurkenningar fyrir tímabilið og í þessum uppgjörsþætti Podcasts Karfan.is ætlum við að rýna í hver var bestur og hvað skóp sigra tímabilsins. Þáttur þessi er sá formlega síðasti í röðinni, í sumar tekur podcastið á sig aðra mynd en óreglulegir þættir verða á sínum stað.
Gestur þáttarins er Garðar Örn Arnarson framleiðandi og leikstjóri hjá Stöð 2 sport. Hann er einn af upphafsmönnum Körfuboltakvölds á stöðinni og er því með puttann á púlsinum. Hann segir frá tilkomu og framleiðslunni á þáttunum auk þess sem hann aðstoðar við að gera upp tímabilið.
Efnisyfirlit:
1:15 – Keflvískt körfuboltauppeldi
6:30 – Upphaf og framleiðsla Körfuboltakvölds
24:00 – Spurningakönnunin
1.03:00 – Upphafið á "Silly season" og næsta tímabil