Martin Hermannsson og Valencia tóku stórt skref í að tryggja sig í úrslitakeppnina er liðið lagði Bilbao í dag í ACB deildinni á Spáni, 95-88.
Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 12 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Valencia eru eftir leikinn í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar, tveimur sigurleikjum fyrir ofan Breogan sem eru í 9. sætinu.