Þó nokkur umræða hefur skapast um þá ákvörðun Stjörnumanna þegar þeir kvittuðu undir samning við Colin Pryor ný í síðasta mánuði. Colin vissulega sterkur leikmaður sem hefur getið af sér gott orði í 1. deildinni með Fjölni síðustu ár. Colin hefur leikið á íslandi síðan árið 2013 þegar hann kom til landsins og hóf leik með Fsu og er því að hefja sitt 5. tímabil á íslandi. Colin er 27 ára gamall tveggja metra hár framherji sem skoraði 21 stig og tók 12 fráköst á síðustu leiktíð með Fjölni. Umræðan snýst aðalega um það hvort Colin Pryor muni verða erlendi leikmaður Stjörnumanna á komandi tímabili eða þá hvort hann muni telja sem íslenskur leikmaður vegna undanþágu sem er í reglu um erlenda leikmenn.
"Ég hef orðið var við þessa umræðu um hvort hann verði okkar erlendi leikmaður eða þá fari inn á undanþágu reglu sem samþykkt var á síðasta þingi. Við gerum fastlega ráð fyrir að hann telji sem erlendur leikmaður. Vorum meðvitaðir um það þegar við skrifuðum undir við hann en erum að líta fram á veginn. Collin vill búa hér og vill vera Íslendingur. Við töldum það góðan valkost að semja við hann fyrst hann var að líta til þess að færa sig til núna í sumar burtséð frá því hvort hann teldist íslenskur þetta tímabil eða næsta." sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunar í samtali við Karfan.is
Undanþágan sem Hrafn talar um er undanþága frá þriggja ára búsetu reglu sem sem í 18. grein laga. Undanþága sem vissulega Hrafn sjálfur lagði til á síðasta þingi og var samþykkt. "Við komum vissulega til með að láta reyna á þessa undanþágu og sækja um fyrir Colin, en tel þó ólíklegt að sú umsókn muni bera árangur." sagði Hrafn að lokum.