Brynjar Þór Björnsson fyrirliði KR hefur tekið allan vafa af því hvar hann komi til með að spila á nk. tímabili. „Það kom mjög áhugavert og spennandi tilboð á borðið sem lét mig hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði fjórfaldra Íslandsmeistara KR í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið.
„Ég verð áfram í Vesturbænum, markmiðið er að vinna titilinn fimmta árið í röð og það vegur þungt í þessari ákvörðun enda mikil áskorun,“ sagði Brynjar enn fremur. Brynjar Þór, sem skoraði 16 stig að meðaltali í leik með KR á síðasta tímabili þegar liðið vann þrefalt sagði þungu fargi af sér létt og nú einbeiti hann sér að því að komast í landsliðshópinn fyrir komandi Evrópukeppni í Helsinki.
Viðtalið í heild sinni er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.