Hér er á ferðinni síðasta útgáfa af NBA Podcasti Karfan.is fyrir þetta síðasta tímabil. Úrslitasería Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors er gerð upp, spáð er í framtíð leikmanna og hverjir séu helstu möguleikar nokkurra liða inn í næstu tímabil.
Heilt yfir frekar óskipulögð umræða, þar sem snert er á öllu sem viðkemur NBA deildinni. Allt frá fólskulegum brotum Zaza Pachulia yfir í sirkusinn sem mun fylgja Lonzo Ball verði það svo að Los Angeles Lakers taki hann annan í nýliðavalinu.
Gestur þáttarins er Baldur Beck, ritstjóri NBA Ísland og aðal lýsandi leikja í NBA deildinni hjá Stöð 2 Sport.
Umsjónarmenn: Davíð Eldur og Sigurður Orri
Efnisyfirlit:
01:00 – Ný afstaðin úrslit
12:00 – Framtíð Golden State Warriors
27:00 – Hvernig verða góð lið til?
37:00 – Nýliðavalið
48:00 – Hvað gera leikmenn í sumar?
59:00 – Leikguðinn ræddur
1:05:00 – Frekari opin umræða um leikmenn/lið deildarinnar
1:48:00 – Breytingar á reglum/fyrirkomulagi deildarinnar