Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon tryggðu sér danska meistaratitilinn annað árið í röð í dag með sigri í þriðja leik úrslita gegn BMS Herlev, 61-49, en þær unnu einvígið 3-0.

Þóra Kristín var atkvæðamikil í þessum lokaleik tímabilsins með 7 stig, 7 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta á tæpum 29 mínútum spiluðum.