spot_img
HomeFréttirFjögur töp gegn Finnlandi

Fjögur töp gegn Finnlandi

Íslensku liðin hafa öll lokið leik á Norðurlandamóti U16 og U18 landsliða sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Uppskera Íslensku liðanna í dag var frekar rýr en andstæðingarnir voru heimamenn í Finnlandi. 

 

U16 liðin töpuðu bæði sínum leikjum og kvennaliðið nokkuð örugglega. U18 kvenna tapaði einnig en karlaliðið tapaði síðasta leik dagsins eftir æsispennandi lokamínútur. Finnsku liðin eru gríðarlega öflug í engin sköm að tapa gegn svo góðum liðum, öll liðin lögðu allt í verkefnið. 

 

Úrslit úr öllum leikjum dagsins ásamt tölfræði má finna hér að neðan. Myndir af öllum leikum dagsins eru nú þegar komnar á facebook síðu Karfan.is. Umfjöllun og viðtöl koma síðar í dag:

 

Úrslit dagsins:

 

U16 stúlkna: Ísland 35-85 Finnland

U16 drengja: Ísland 75-83 Finnland

U18 stúlkna: Ísland 60-79 Finnland

U18 drengja Ísland 69-74 Finnland

Fréttir
- Auglýsing -