Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Murcia í ACB deildinni á Spáni, 90-82.
Á tæpum 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 5 stigum og frákasti, en þrátt fyrir 8 stiga tap unnu Valencia þær mínútur sem Maryin spilaði með 2 stigum.

Eftir leikinn er Valencia í 8. sæti deildarinnar með 14 sigra og 14 töp það sem af er tímabili, en þeir hafa unnið aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.