spot_img
HomeFréttirSíðasta árið í yngri landsliðum og ætlum að láta finna fyrir okkur

Síðasta árið í yngri landsliðum og ætlum að láta finna fyrir okkur

 

Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali á heimasíðu FIBA þar sem hann ræðir komandi keppni U20 landsliðsins í A-deildinni.  Liðið hélt utan í morgun og mun í fyrsta skipti eigast við bestu þjóðir Evrópu í þessum aldursflokki.  Tryggi sagði í viðtalinu að hann gæti vart beðið eftir að byrja að spila. "Þetta er næsta stóra skrefið á mínu ferli og ég get ekki beðið eftir að spila gegn þeim bestu í Evrópu.   Tryggvi sagðist seint munu gleyma því þegar íslenska liðið þaggaði niður í Grikkjum í undanúrslitum B deildarinnar fyrir ári síðan á þeirra heimavelli. "Það er mín stærsta stund á vellinum hingað til.  Fyrir það fyrsta var húsið pakkað af Grikkjum og í hvert skipti sem við gerðum eitthvað gott varð grafarþögn í salnum.  Þetta er ein af bestu tilfinningum sem ég hef fengið á parketinu." sagði Tryggvi í viðtalinu. 

 

Tryggvi gerðist svo djarfur að segja að þetta mót hafi verið eitt stærsta afrek í íslenskri körfuboltasögunni og eru það svo sannarlega orð að sönnu. "´Ég myndi segja að þetta sé einn stærsti leikurinn í íslenskri körfuknattleikssögu. Við töpum svo fyrir Svartfellingum í framlengingu í úrslitaleiknum og fengum silfurverðlaun. En um leið gerðum við eitthvað sem mögulega engin bjóst við, að komast upp í A deildina. Nú þurfum við bara að gera enn betur og halda áfram að koma öllum öðrum á óvart." sagði Tryggvi ennfremur. 

 

 

Allt viðtalið við Tryggva má skoða hér. 

Fréttir
- Auglýsing -