spot_img
HomeFréttirMyndband: Krossbandaslit hjá Sergio Llull

Myndband: Krossbandaslit hjá Sergio Llull

 

Einn af bestu leikstjórnendum Evrópu og líkast til í heiminum, Sergio Llull virðist hafa slitið krossbönd í æfingaleik með Spánverjum gegn Belgíu nú í vikunni og verðu frá keppni í það minnsta næstu ca 9 mánuði eða svo. Á myndbandi hér að neðan má sjá hvernig hné kappans fer illa í hraðaupplaupi.  Llull  var valinn númer 34 í NBA valinu árið 2009 af Denver Nuggets og síðan þá hafa Houston Rockets keypt réttinn á honum og hafa beðið ólmir þess að hann í sínar raðir. Þessi meiðsli hinsvegar gætu hinsvegar sett þau plön á ís og mögulegt að aldrei verði af komu hans í NBA. 

 

Llull er kannski ekki sá "körfuboltalegasti" (ef svo má segja) á vellinum en ótrúlega vinnslu og dugnað hans má sjá á myndbandinu hér að neðan. 

 

Spánverjar eru nú þessa dagana að búa lið sitt undir keppni í Eurobasket en þeir eru í C riðli sem spilaður er í Rúmeníu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd/SbS:  Sergio Llull í leik gegn Íslandi fyrir tveimur árum í Berlín. 

Fréttir
- Auglýsing -