Það er ýmist hjátrú eða eitthvað slíkt sem veldur því að leikmenn velja sér númer til að leika í. Gömlu reglurnar með tölur á búninga skorðuðu númer leikmanna á milli tölurnar 4 og uppí 15. Nú hinsvegar er reglan þannig að þú getur í raun valið þér hvaða númer sem er frá 0 og uppí 99. Flestir leikmanna landsliðsins í dag eru í sínu gamla númeri, eða sum sé það númer sem þeir spiluðu upp yngriflokka.
Ef við hefjum leik á Brynjari Þór Björnssyni 88- Hans númer hjá KR er 4 en hefur einnig verið í treyju þar númer 5.
"Axel Kárason var kominn með fleiri leiki en ég í baráttunni fyrir Eurobasket 2015. Ég ákvað þá að vera númer 88 vegna þess að ég er fæddur 1988.
Í dag eru komnir nokkrir búningar í umferð númer 88 svo mér fannst það tilvalið að halda númerinu." – Brynjar Þór Björnsson
Ægir Þór Steinarsson 3 – Hann viðurkenndi góðfúslega að vera hálfgerður "Númeraperri" eins og hann orðaði það. Ægir var númer 6 hjá KR en fyrir það hjá Fjölni að öllu jöfnu í treyju númer 8. Á síðasta EM var hann í treyju númer 29.
Ég er buinn að vera mikill númera perri undanfarin ár. Ég var númer 3 þegar ég fór til Spánar og hef haldið mig við það. Threepeat var mikið í umræðunni þegar ég var í KR það ár og þess vegna ákvað ég að taka 3 þegar ég fór frá KR. – Ægir Þór Steinarsson
Haukur Helgi Pálsson 24- Haukur spilaði upp alla sína yngri flokka í tölu númer 13 og með Njarðvíkingum hér síðast á Íslandi var hann einnig í 13. En hjá landsliðinu á Eurobasket 2015 var hann í treyju númer 24.
Mjög góður vinur minn hann Rasmus Larsen frá Danmörku var alltaf númer 24 en ég spilaði með honum í Manresa á sínum tíma. Ég er að heiðra hann með því að spila í númerinu hans með landsliðinu. – Haukur Helgi Pálsson
Martin Hermannsson 1 – hefur eflaust fengið sitt númer í vöggugjöf frá karli faðir sínum sem ávallt var númer 15 eins og flestir muna (og þá sérstaklega Keflvíkingar #skref) Martin er hinsvegar í bardaga sem hann getur ekki unnið um treyju númer 15 þar sem að Pavel Ermólinski heldur tangar haldi utan um réttilega.
"Pavel er númer 15 þannig að ég þarf að hinkra eitthvað eftir því. Ég var alltaf smá Tracy McGrady fan á sínum tíma þegar ég var yngri. Svo er það líka bara þannig að If you aint first, you´re last" -Martin Hermannsson
Tryggvi Snær Hlinason 34 – er nýliði í landsliðinu og enn einn leikmaðurinn sem að öllu jöfnu er númer 15. Hann spilaði númer 15 í vetur með Þór og með U20 landsliðinu. Það verður líkast til langt í að Tryggvi fái treyju númer 15 en á meðan heiðrar hann okkar fyrsta NBA leikmann.
"Ég er í 34 vegna þess að Pétur Guðmundsson var í því númeri en ég ætla mér að finna mér númer fyrir mig sjálfan á næsta ári. Ég væri að öðrum kosti í treyju númer 15 en það verður örygglega upptekið lengi." -Tryggvi Snær Hlinason
Ólafur Ólafsson 21 – Ólafur er að öllu jöfnu í treyju númer 14, eða sömu treyju og aldursforseti liðsins Logi Gunnarsson er í.
"Ég þurfti að velja númer fyrir undankeppnina í fyrra og Logi var númer 14. Ég var búin að vera í miklu sambandi við Pétur Pétursson osteopata og vin minn þegar hann veiktist. Það má segja að hann bjargaði á mér ökklanum þegar ég for úr lið árið 2012. Ég hringi í hann og sagði að ég væri að velja númer fyrir landsliðs búninginn minn og spurði hvað væri uppáhalds talan hans og hann sagði 13. En hún var upptekinn þannig að hann hugsaði sig aðeins um og sagði 2, því það var eitthvað svo sexy og fallegt við töluna. Við hlógum mikið. Það var svo tveimur dögum eftir að hann dó þá var ég heima hjá Margréti konu hans og börnunum Magnúsi og Töru þá sagði Margrét við mig "Óli minn þú veist að hann valdi 21 fyrir þig og hann kvaddi okkur þann 21." – Ólafur Ólafsson