Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola fimm stiga tap í morgun fyrir Murcia í ACB deildinni á Spáni, 79-75.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 8 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 vörðum skotun, en þó lið hans hafi tapað með 5 stigum var Zaragoza +15 á þeim tíma sem hann spilaði í leiknum.
Zaragoza eru þrátt fyrir tapið enn fjórum sigurleikjum fyrir ofan fallvæði deildarinnar, í 13. sætinu með 10 sigra og 17 töp það sem af er tímabili.