Það er ekki á hverjum degi sem starfandi framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda er gestur Podcastsins. Það gerðist hinsvegar er Axel Kárason bóndi, dýralæknir og körfuboltamaður leit við.
Axel hefur leikið í Danmörku og með Tindastól og Skallagrím á Íslandi. Hann segir frá ferlinum, eftirminnilegum liðsfélögum og landsliðsverkefnunum. Framundan er Eurobasket en ljóst er að Axel er ekki meðal leikmanna í lokahóps Íslands. Axel segir frá viðbrögðum sínum við því og verkefni liðsins.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur.
Efnisyfirlit:
1:30 – Heimkoman í sumar
2:30 – Upphaf ferilsins á Sauðárkróki
8:00 – Árin í Borgarnesi – Fjósið
15:15 – Ungverjaland
17:30 – Danmörk
30:00 – Árin hjá Svendborg
44:00 – Endurkoman til Tindastóls
48:15 – Landsliðsferilinn – Eurobasket 2015
55:40 – Tryggvi Snær Hlinason
1.00:00 – Viðbrögð Axels við lokahópnum á Eurobasket