Þór tryggði sér oddaleik með sigri á Haukum á heimavelli 94-82. Staðan 2-2 og það verður leikur fimm í Ólafssal á mánudaginn.
Fyrir leik
Fjórði leikur Þór og Hauka, staðan er 2-1 fyrir Hauka í einvíginu. Haukar unnu síðasta leik í firðinum 104-90, en þar áttu Orri og Hilmar stórleik fyrir Hauka. Þórsarar þurfa að þétta vörnina og loka teignum betur þeir töpuðu frákastabaráttunni síðast og nú er Giga kominn líka en þeir hafa sýnt okkur að ef þeir eru einbeittir þá eru þeim allir vegir færir og von á hörku leik í kvöld. Klukkutíma fyrir leik er stúkan orðinn full og mikil spenna í loftinu. Hjá Þór er Styrmir frá vegna höfuðmeiðsla eftir höfuðhögg í síðasta leik. Hjá Haukum er Darwin enn í borgaralegum klæðum en Giga er komin í búning og er orðin 70% klár.
Byrjunarlið
Þór : Vincent, Emil, Jordan, Davíð, Pablo
Haukar: Hilmar, Orri, Daníel M, Giga, Daníel Á
Fyrri hálfleikur
Þórsarar byrja á að taka þrjú sóknarffráköst í röð ætla bæta það frá síðasta leik og reyna að skjóta sig í gang en það gengur hægt Hins vegar er Hilmar með fjögur stig eftir að brotið er á honum í þriggja stigaskoti strax í byrjun leiks. Haukar leika þann leik að finna mismatch þar sem Giga og Daníel eru sð pósta á minni menn en það gengur samt ekkert sérstaklega vel ennþá. Þór komið í 15-11 þegar 4 mín eru eftir.
Meiri barátta í Þór og þeir eru farnir að hitta vel.Haukar greinilega sakna Darwin þar sem Daníel getur ekki einn borið upp boltan leik eftir leik. Jordan Sample er að stíga vel upp og rífur niður hvert sóknafrákastið af fætur öðru og Tómas Valur er skila góðum mínútum hjá Þór. Haukar missa svoldið taktin í sínum leik þegar Hilmar fer útaf en hann verður samt að fá að hvíla og einhver verður að stíga upp. Giga er svoldið hægur á löppunum. Fyrsti leikhluti endar 24-19
Leikar byrja að æsast meira í öðrum leikhluta Þór nær góðri forystu en Daníel Mortensen tekur þá rispu og skorar fimm stig í röð fyrir Hauka sem minnka muninn í 1 stig þegar Lárus tekur leikhlé.Hans menn eru svoldið að henda boltanum frá sér en sem betur fer fyrir þá heldur vörnin og Haukar ná ekki að slíta sig frá þeim. Þórsarar komast aftur yfir Jordan Sample að eiga góðan leik í vörn og sókn auk þess er Tómas Valur að bera boltan upp hjá Þór mikið. Haukar eiga greinilega í vandræðum ef Hilmar fær ekki boltan og ef Mortensen er ekki á eldi er lítið að frétta Maté þarf framlag frá fleirri mönnum í sókn.Nú eru það Haukar sem eru kvarta svoldið í dómurunum.
Fyrri hálfleikur endar 46-38 fyrir Þór
Atkvæðamestir í fyrri
Þór: Sample 18 stig 6 fráköst. Vincent 9 stig og Tómas 7 stig 3 stolnir.
Huakar: Mortensen 13 stig og Hilmar með 11 stig
Athyglisvert að Haukar fá ekki stig af bekknum í fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur
Þórsarar komast mest 13 stigum yfir Haukar eru pirraðir og Giga ekki að skila neinu baráttan öll Þórs megin þegar Maté tekur leikhlé til að stilla sína menn sem sýna meiri anda í framhaldinu. Breki setur þrist og kveikir í sínum mönnum. Daníel fylgir því eftir með flot skoti. Munurinn orðin 6 stig 2 mín eftir. Þórsarar fá svo á sig tvær tæknivillur í röð sem kemur Haukum í 65-59. Þórsarar halda samt haus og Fotios af öllum með stemmnings þrist. Leikhlutinn endar 72-59.
Haukar byrja með Emil Barja inná sem pressar Vincent hart og er með leikræna tilburði í þeim tilgangi að hlaypa leiknum upp. Það gengur vel og munurinn 9 stig. En Þórsarar sigla þessu samt örugglega heim 94-82. Stórleikur hjá Jordan Sample. Haukum sárvantar framlag frá fleiri leikmönnum í næsta leik ef þeir ætla ekki í sumarfrí.
Atkvæðamestir
Þór: Jordan Sample 26 stig. 11 fráköst Tómas Valur 21 stig 3 stolnir boltar.
Haukar: Daníel Mortensen 20 stig Orri 19 stig og Hilmar 14 stig.
Hvað stóð uppúr
Öflugur leikur Tómasar í fjarrveru Styrmirs var ómetanlegt í kvöld auk þess sem Jordan Sample átti leik lífssins þá náðu Þórsarar að spila líkt og Þór var þekkt fyrir hér áður sem var barátta og nóg af henni. Vincent lék vel í kvöld og lét Haukana ekki komast of mikið inní hausinn á sér og má ekki búast við neinni uppfæslu á Instagram eftir þennan leik nema þá til að nefna sigurinn.
Hvað svo?
Næsti leikur verður í Ólafssal á mánudag og verða vonandi bæði Davis hjá Haukum og Styrmir hjá Þór komnir tilbaka í þeim leik sem verður hörku rimma.
.