Fyrir komandi viku er gott fyrir okkur Íslendinga að vita svona nokkurnvegin eitthvað aðeins meira um Helsinki en gengur og gerist. Ástæðan er augljós. Karfan.is hafði samband við nokkra „local Íslendinga“ og spurði hvað væri hipp og cool að gera eða sjá í Helsinski. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hér að neðan er listi yfir það helsta.
Fyrir það fyrsta þá hóf leik á því að nefna lestarkerfið og að gleyma því að vera að taka leigubíla.
„Mæli með því að gleyma leigubílum og kaupa heldur tímakort (kallað "day ticket" á vefsiðunni en það er hægt að kaupa kort fyrir 1-7 daga, dagsverðið er ódýrara ef maður kaupa fleiri daga) sem gildir í öllum almenningssamgöngum (sem eru strætó, spórvagn, metro, lest og báturinn til Suomenlinna-eyjunnar sem er algjör möst fyrir túrista í Helsinki)“
https://www.hsl.fi/en/tickets-and-fares
Rokk Kirkja er svo eitthvað sem fólk ætti að kíkja á og einnig var nefnt að vinsælt væri að fara í dagsferð til Tallinn í Eistlandi með „bátnum“
Þar næst kom listi yfir veitingarstaði/bari sem verðugt er að heimsækja og listum við þá helstu sem nefndir voru.
WHY JOIN: Smootie bar með öllu því ferskasta.
Ateljee Bar: Rooftop bar með frábæru útsýni
Stones Burger: EF þú vilt DJÚSÍ burgerar sagði okkar maður í Finnlandi
Kostenranta: Kósý kaffihús og veitingastaður við vantið.
Löyly: Sauna og veitingarstaður Mjög nýtískulegt með öllu.
Steam Hellsinki: Öðruvísi, Þetta er pönk bar með öllu tilheyrandi.
Savotta: Veitingastaður með Finnskan mat í öndvegi
100 dogs: Japanskur með öllu tilheyrandi.
Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi og til að bæta við vill undirritaður minna á að Hard Rock Café er einnig í Helsinki. Frábær staður og svona í raun eins og Cheers, þar sem allir þekkja alla, eða í það minnsta þekkja matseðilinn.