Eitt sem við Íslendingar fáum aldrei nóg af er að spá í veðrinu hvort sem það er hérlendis eða á okkar áfangastöðum. Karfan.is er þar ekki undanskilið og því færum við ykkur landtíma veðurspá. Ef spá Norsku veðurstöðvarinnar YR gengur eftir þá er ekki von á öðru en að óþarfi verður fyrir okkur stuðningsmenn að pakka niður regnfötunum. Eitthvað verður skýjað fyrstu dagana en svo er von á sólardögum fram í næstu viku.
Þrátt fyrir sólina þá verður hitastigið ekkert í neinum hæðum, en þó í tveggjastafatölum og meira biðjum við Íslendingar ekki um í upphafi September. Þannig að þægileg Cintamani flíspeysa væri nærri lagi.
Sjá langtímaspá hér.