spot_img
HomeFréttirTölfræði: Ísland tapaði frákastabaráttunni með 14

Tölfræði: Ísland tapaði frákastabaráttunni með 14

Tap Íslands gegn Grikkjum var vissulega svekkjandi en ef rýnt er í tölurnar þá er margt jákvætt í leik Íslands þó margt þurfi líka að laga fyrir næstu leiki. Ísland tapaði frákastabaráttunni með 14 fráköstum, 32-46. Erfitt getur reynst að bæta það mikið en munurinn á ekki að vera svona mikill. 

 

Ísland tapaði 22 boltum í leiknum en það er eitt sem hægt er að laga og passa fyrir næstu leiki. Liðið fékk 31 stig í bakið eftir þessa 22 bolta eða 1,41 stig eftir hvern tapaðan bolta. Íslenska liðinu gekk illa að skora gegn sterkum varnarleik Grikkja og skoruðu 0,77 stig að meðaltali í hverri sókn, á móti 1,14 frá Grikkjum. 

 

Haukur Helgi Pálsson stóð upp úr í leik Íslendinga. Eini maður liðsins með tveggja stafa tölu í Game Score eða 12,3 en á eftir honum koma Kristófer Acox og Hlynur Bæringsson. Varnartölur Hlyns standa upp úr en hann er einn leikmanna liðsins með undir 100 stig í Defensive Rating eða stig andstæðings í hundrað sóknum. 

 

Vakin er athygli á frábærum frákastatölum Kristófers og Tryggva þeir hirða 12% og 14% frákasta í boði á meðan þeir spila í leiknum. Framúrskarandi sóknarfrákastahlutfall Tryggva vekur einnig athygli eða 17,7%.

 

Fréttir
- Auglýsing -