spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÓvíst með Norbertas Giga og Darwin Davis

Óvíst með Norbertas Giga og Darwin Davis

Óvíst er hvort lykilleikmenn Hauka þeir Norbertas Giga og Darwin Davis taki þátt í fjórða leik liðsins gegn Þór í 8 liða úrslitum Subway deildar karla í kvöld.

Báðir hafa þeir verið frá í einvíginu frá fyrsta leik, Norbertas vegna meiðsla í ökkla/rist og Darwin í kviðvöðva. Samkvæmt heimildum Körfunnar hafa ekki verið teknar ákvarðanir með hvort leikmennirnir taki þátt í leik kvöldsins og ekki er líklegt að það verði vitað fyrr en í upphitun í Þorlákshöfn.

Báðir hafa leikmennirnir verið gríðarlega öflugir fyrir Hauka á tímabilinu, Norbertas með 20 stig, 11 fráköst að meðaltali og Darwin með 18 stig og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fjarvera þeirra kom þó ekki að sök í síðasta leik einvígis liðanna, sem Haukar unnu í Ólafssal og tóku 2-1 forystu í einvíginu.

Leikur kvöldsins hefst kl. 20:15 í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn.

Fréttir
- Auglýsing -