Ekki tókst að ná í fyrsta sigurinn í dag á Eurobasket þrátt fyrir frábæra byrjun gegn Slóvenum. 102:75 varð loka niðurstaða dagsins þar sem að Slóvenar voru töluvert betri en okkar menn. Martin Hermannsson var stigahæstur okkar manna með 18 stig og næstur honum voru Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson með 14 stig. Þrátt fyrir 27 stiga tap þá má segja að liðið hafi sýnt fína takta á köflum í leiknum en varnarleikurinn var okkur erfiður gegn létt leikandi og sterku liði Slóvena sem eru enn sem komið er ósigrandi á mótinu og spila síðasta leik sinn í riðlakeppni á morgun gegn Frökkum.
Meira síðar.